Sprungan 200 metrum frá tjaldbúðunum

Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Gossprungan sem opnaðist í Geldingadölum í dag er í um 200 metra fjarlægð frá tjaldbúðum sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið uppi síðustu vikur. Liðsmenn Þorbjarnar voru fljótir á vettvang til að koma tjöldum og búnaði í öruggt skjól. 

Fram kemur á facebooksíðu Þorbjarnar að ansi margar forsendur varðandi gosið séu nú brostnar. Endurskoða þurfi ýmsa hluti er varðar öryggi og fleira og er sú vinna þegar hafin. 

Af vettvangi.
Af vettvangi. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
„Við viljum biðja fólk að fylgjast með lokunum á svæðinu á meðan viðbragðsaðilar og vísindamenn ná höndum yfir ástandið. Það er nokkuð líklegt að þetta ástand muni vara í einhvern tíma og því engin ástæða til þess að æða upp eftir núna,“ segir í færslunni. 

Í dag opnaðist ný gossprunga og vildi svo ótrúlega til að hún er um 200 metra frá tjaldbúðum sem við höfum rekið...

Posted by Björgunarsveitin Þorbjörn on Mánudagur, 5. apríl 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert