Íslendingarnir þýskir bikarmeistarar

Magdeburg er þýskur bikarmeistari
Magdeburg er þýskur bikarmeistari Ljósmynd/@SCMagdeburg

Íslendingaliðið Magdeburg varð þýskur bikarmeistari í handbolta dag með öruggum 30:19 sigri á Melsungen, liði Elvars Arnar Jónssonar og Arnars Freys Arnarssonar, í Lanxess-Arena í Köln í Þýskalandi.

Þetta var þriðji bikarúrslitaleikur Magdeburg í röð en liðið hefur tapað síðustu tveimur, síðast í vítakeppni gegn Rhein-Neckar Löwen. Magdeburg hafði tvisvar áður hampað bikarnum, 1996 og 2016. 

Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur Íslendingana með 6 mörk, Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 2 og átti 3 stoðsendingar og Janus Daði Smárason skoraði 1 mark.

Arnar Freyr skoraði 1 og Elvar Örn 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert