Handbolti

Einar Baldvin í Gróttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Bladvin ásamt þjálfarateymi Gróttu.
Einar Bladvin ásamt þjálfarateymi Gróttu. heimasíða Gróttu

Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson er genginn í raðir Gróttu í Olís-deild karla en hann kemur frá Val.

Einar Baldvin skrifaði undir tveggja ára samning við Gróttu en hann hefur einnig leikið með Selfoss, Víkingi og Val.

Hann á yfir 150 meistaraflokksleiki að baki sem og fjöldann af leikjum fyrir yngri landslið Íslands.

Einari er ætlað að fylla skarð Stefáns Huldars eftir leiktíðina en Stefán er á láni frá Haukum. Einar kemur til liðs við Gróttu í sumar.

„Einar tikkar í öll þau box sem við erum að leitast eftir inn í leikmannahópinn og því hægt að segja að hann smellpassi inn í liðið,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu.

Grótta er nýliði í Olís deild karla í ár en þeir eru í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum frá fallsæti og sex stigum frá úrslitakeppnissæti.

Þeir mæta KA 25. apríl, í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×