Erlent

Alríkislögreglan leitar á heimili Bidens

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Leynileg skjöl hafa fundist á heimili Bidens og einkaskrifstofu undanfarna mánuði. Enn leitar FBI. 
Leynileg skjöl hafa fundist á heimili Bidens og einkaskrifstofu undanfarna mánuði. Enn leitar FBI.  Getty/Chip Somodevilla

Alríkislögregla Bandaríkjanna leitar nú á heimili Joe Biden Bandaríkjaforseta í Delaware í tengslum við rannsókn embættisins á hvarfi leynilegra skjala. Þetta staðfestir lögmaður Bidens í yfirlýsingu.

Þar kemur fram að leitin hafi verið skipulögð fyrirfram og forsetinn lagt blessun sína á húsleitina. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins tengist leitin stærri rannsókn FBI á meðferð forsetans á leynilegum skjölum. Lögregluembættið hefur ekki tjáð sig um leitina. 

Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili forsetans í Delaware um miðjan janúar og fundust þá sex skjöl sem merkt voru sem leynileg gögn. Biden gaf rannsakendum einnig leyfi til húsleitar þá. Það var ekki fyrsta skipti sem leynileg skjöl fundust í fórum forsetans. 

Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma sem Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma sem hann var öldungadeildarþingmaður.

Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. 

Samkvæmt lögum þarf maður að taka skjöl vísvitandi án heimildar til að glæpur hafi verð framinn. Biden hefur lýst yfir furðu á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans. 


Tengdar fréttir

Leynileg skjöl fundust á heimili Pence

Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrr­ver­andi vara­for­seta Banda­ríkj­anna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. 

Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×