8 mörk hjá Bjarka í Evrópuleik

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er illviðráðanlegur í hraðaupphlaupum.
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er illviðráðanlegur í hraðaupphlaupum. mbl.is/Unnur Karen

Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá þýska liðinu Lemgo þegar liðið tapaði í Danmörku í dag gegn GOG 34:28 í B-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik. 

Bjarki var markahæstur hjá Lemgo en liðið sló Val út í undankeppninni. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð ekki í marki GOG í leiknum því það gerði Torbjörn Bergerud sem varði 9 skot. 

GOG er í efsta sæti með 9 stig en Benfica og Lemgo koma þar á eftir með 8 stig. Nantes getur farið upp fyrir Lemgo en liðið er með 7 stig og á leik til góða í kvöld gegn Benfica. 

Svissneska liðið Kadetten Schaffhausen náði í sigur gegn AEK Aþenu á útivelli í D-riðli 31:28 en Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið. Kadetten er bæði með 6 stig í 3. - 4. sæti riðilsins en fjögur efstu munu komast áfram.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert