Handbolti

Harpixið getur verið til vand­ræða í hand­boltanum eins og sást í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Örn Griffin náði ekki alveg að reikna út rétta harpix magnið þegar hann tók vítið.
Daníel Örn Griffin náði ekki alveg að reikna út rétta harpix magnið þegar hann tók vítið. Vísir/Diego

Gróttumenn voru nálægt því að taka stig á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í gærkvöldi í fyrsta leik Olís deildar karla í fimmtíu daga.

Gróttuliðið var yfir nær allan leikinn, meðal annars samfellt frá 2. til 51. mínútu, komst fjórum sinnum fimm mörkum yfir í leiknum og var þremur mörkum yfir, 25-22, þegar tólf mínútur voru eftir.

Valsmenn sýndu styrk sinn í leikinn og unnu lokamínúturnar 10-3 og þar með leikinn með fjórum mörkum, 32-28.

Gróttuliðið upplifði sannkallaða martröð á vítalínunni í leiknum en alls misfórust þrjú af fimm vítum liðsins.

Andri Þór Helgason, Birgir Steinn Jónsson og Daníel Örn Griffin klikkuðu allir á vítakasti í leiknum en Sakai Motoki í marki Vals vareði frá Andra Þór.

Tvö vítanna hittu ekki markið og lokavítið var eitt það versta sem mun sjást í Olís deildinni á þessu ári. Það er hægt að segja það þótt enn séu ellefu mánuðir eftir af árinu.

Harpixið getur stundum verið til vandræða í handboltanum eins og sást á þessu skelfilega lokavíti Gróttumanna í leiknum í gær en þar gátu þeir minnkað muninn aftur í eitt mark.

Hér fyrir neðan má þessi vítavandræði Gróttumanna í gær.

Klippa: Vítavandræði Gróttuliðsins á móti Val



Fleiri fréttir

Sjá meira


×