Réðst á leigubílstjóra og rændi bílnum

Ökumaðurinn og fyrrum farþeginn var handtekinn.
Ökumaðurinn og fyrrum farþeginn var handtekinn. mbl.is/Unnur Karen

Ölvaður farþegi í leigubíl tókst að stela bifreiðinni eftir að hafa ráðist á bílstjórann og komið honum út úr ökutækinu Því næst ók hann í burtu á bílnum og óskaði leigubílstjórinn eftir aðstoð lögreglu. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og var ökumaðurinn (fyrrum farþeginn) þá handtekinn grunaður um rán, akstur undir áhrifum áfengis auk fleiri brota. Leigubílstjórinn leitaði á bráðamóttöku til skoðunar en ekki er vitað um meiðsli hans á þessu stigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert