Undirbúningshópur fyrir EM í Ungverjalandi

Hörður Ingi Gunnarsson bakvörður úr FH er leikjahæstur þeirra sem …
Hörður Ingi Gunnarsson bakvörður úr FH er leikjahæstur þeirra sem æfa með 21-árs landsliðinu í næstu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Davíð Snorri Jónasson hefur valið 26 leikmenn íslenskra liða í æfingahóp 21-árs landsliðs karla sem kemur saman í næstu viku og æfir í Skessunni í Hafnarfirði 3. og 4. mars.

Íslenska 21-árs landsliðið er komið í úrslitakeppni Evrópumótsins og leikur við Rússland, Frakkland og Danmörku í Györ í Ungverjalandi dagana 25. til 31. mars.

Um tuttugu leikmenn sem leika sem atvinnumenn erlendis koma til greina í endanlegan hóp þannig að væntanlega verða ekki margir af þessum 26 sem fara til Ungverjalands.

Leikmennirnir eru eftirtaldir, landsleikjafjöldi með 21-árs landsliðinu fyrir framan:

Markverðir:
  0 Brynjar Atli Bragason | Breiðablik
  0 Hákon Rafn Valdimarsson | Grótta
  0 Sigurjón Daði Harðarson | Fjölnir

Aðrir leikmenn:
  0 Arnór Borg Guðjohnsen | Fylkir
  0 Atli Barkarson | Víkingur R.
  2 Birkir Valur Jónsson | HK
12 Brynjólfur Andersen Willumsson | Breiðablik
  0 Brynjar Ingi Bjarnason | KA
11 Daníel Hafsteinsson | KA
  1 Davíð Ingvarsson | Breiðablik
15 Hörður Ingi Gunnarsson | FH
  0 Ísak Snær Þorvaldsson | ÍA
  0 Jason Daði Svanþórsson | Breiðablik
  0 Jóhann Árni Gunnarsson | Fjölnir
10 Jónatan Ingi Jónsson | FH
  4 Hjalti Sigurðsson | KR
  0 Nikulás Val Gunnarsson | Fylkir
  0 Karl Friðleifur Gunnarsson | Víkingur R.
  3 Róbert Orri Þorkelsson | Breiðablik
  0 Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
  1 Stefán Árni Geirsson | KR
  0 Sævar Atli Magnússon | Leiknir R.
  0 Sölvi Snær Guðbjargarson | Stjarnan
  1 Viktor Örlygur Andrason | Víkingur R.
  0 Vuk Oskar Dimitrjevic | FH
  6 Þórir Jóhann Helgason | FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert