Skoða færslu Markarfljóts

Til skoðunar er að færa ós Markarfljóts 2-4 km frá …
Til skoðunar er að færa ós Markarfljóts 2-4 km frá höfninni. mbl.is/RAX

Hugmyndir eru uppi innan Vegagerðarinnar um að færa ós Markarfljóts um tvo til fjóra kílómetra frá Landeyjahöfn til austurs til að minnka sandburð úr fljótinu í höfnina.

Þetta kom fram á íbúafundinum sem haldinn var um samgöngumál Vestmannaeyjum fyrr í þessum mánuði. Ef ráðist yrði í framkvæmdir við að færa farveg Markarfljóts yrði það gert með því að reisa leiðigarð, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að þessi framkvæmd sé enn á hugmyndastigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort ráðist verði í hana en að málið verði kannað frekar og þá hæfust rannsóknir í framhaldinu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert