15 Covid-sjúkraflutningar

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn því auk þess að sinna gróðureldum fór það í 129 sjúkraflutninga. Af þeim voru 29 forgangsverkefni þar sem farið er á staðinn á bláum ljósum og 15 Covid-tengd verkefni.

Einnig var í nógu að snúast á dælubílunum en þeir voru boðaðir í 6 verkefni en 5 af þessu verkefnum voru forgangsverkefni.

„Það sem stendur upp úr er gróðureldurinn í Guðmundarlundi og umferðarslysið í Ártúnsbrekku en einnig voru verkefni vegna brunaboða, gruns um eld sem reyndist vera eldamennska og umferðarslys,“ segir í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins en að sögn varðstjóra var mun rólegra á næturvaktinni en á dagvaktinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert