Erlent

DeSantis stað­festir for­seta­fram­boð sitt

Máni Snær Þorláksson skrifar
Ron DeSantis vill verða næsti forseti Bandaríkjanna.
Ron DeSantis vill verða næsti forseti Bandaríkjanna. Getty/Thomas Simonetti

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum.

DeSantis tilkynnti framboð sitt í viðburði á stafrænum vettvangi samfélagsmiðilsins Twitter. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig og þurfti að fresta tilkynningunni í smá tíma. Þegar viðburðurinn gat loksins hafið var töluverður fjöldi sem fylgdist með. Í umfjöllun CNN kemur fram að um 400 þúsund notendur hafi hlustað á tilkynninguna.

Búist hefur verið við forsetaframboði DeSantis síðan hann var endurkjörinn ríkisstjóri í síðastliðnum nóvember. Ríkisstjórinn telur að hann sé einu möguleiki Repúblikanaflokksins til að ná forsetaembættinu af Biden. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig lýst yfir framboði sínu.

DeSantis vill meina að af honum, Biden og Trump, eigi aðeins tveir möguleika á að verða forseti - hann sjálfur og Biden.


Tengdar fréttir

DeSantis sagður lýsa yfir fram­boði á næstu dögum

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári.

Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×