Boston hélt sér á lífi

Jayson Tatum skoraði 33 stig í nótt.
Jayson Tatum skoraði 33 stig í nótt. AFP/Megan Briggs

Boston Celtics vann afar öruggan sigur á Miami Heat, 116:99, í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik nótt.

Staðan í einvíginu er því 3:1, Miami í vil, en fjóra sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar, þar sem Denver Nuggets bíður.

Í nótt fór Jayson Tatum fyrir Boston eins og svo oft áður og skoraði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

Jimmy Butler var stigahæstur í liði Miami með 29 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar.

Liðin mætast næst aðfaranótt föstudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert