Konur myndu kjósa félagshyggjustjórn en karlar hallast að íhaldinu

Kjósa konur öðruvísi en karlar? Skipta menntun eða tekjur máli þegar fólk ákveður hvaða stjórnmálaflokkur endurspegli best skoðanir þess á því hvernig þjóðfélagið á að vera? Er munur á því hvernig borgarbúar og þeir sem búa úti á landi ráðstafa atkvæðum?

7DM_9713_raw_1786.JPG
Auglýsing

Ef konur myndu einar kjósa væri hægt að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri grænna. Hún myndi fá 49,2 pró­sent atkvæða en í ljósi þess að 3,3 pró­sent atkvæða sem konur myndu greiða Sós­í­alista­flokki Íslands eða öðrum fram­boðum sem ekki eru nefnd í könn­un­um, myndu falla niður dauð þá myndi það duga fyrir tæpum meiri­hluta. 

Ef karlar myndu einir kjósa væri á hinn bóg­inn hægt að mynda þriggja flokka íhalds­rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks með 49,1 pró­sent fylg­i. 

Það gæti dugað fyrir ágætum þing­meiri­hluta þar sem Vinstri græn yrðu tæp á því að ná inn á þing með 4,5 pró­sent fylgi, Flokkur fólks­ins myndi örugg­lega falla út með 2,7 pró­sent stuðn­ing og 1,3 pró­sent aðspurðra sagð­ist kjósa annað en nefnda flokka. Því eru líkur á að heil 8,5 pró­sent atkvæða myndu falla niður dauð ef karlar kysu ein­ir, og ýkja þannig nið­ur­stöðu hinna flokk­anna. 



Þetta má lesa úr úr gagna­safni frá MMR þar sem bak­grunns­breytur svar­enda í síð­ustu tveimur könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­mála­flokka eru greind­ar. 

Auglýsing
Vitanlega er um sam­kvæm­is­leik að ræða, konur eða karl­ar, eða aðrar bak­grunns­breytur sem verða hér til umfjöll­un­ar, eru ekki að fara að hætta að kjósa. Til­gang­ur­inn er hins vegar að sýna, út frá gagna­söfnum MMR, hvernig stjórn­mála­flokkar höfða með mis­mun­andi hætti til mis­mun­andi hópa. 

Hvernig kjósa tekju­hópar?

Hjá fólki með 400 þús­und krónur eða minna í heim­il­is­tekjur á mán­uði er mikil vinstri slag­síða. Þar væri hægt að mynda meiri­hluta­stjórn Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Sós­í­alista­flokks með 55,5 pró­sent stuðn­ing. Við­reisn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokkur njóta að sama skapi lít­illar hylli hjá þeim hópi. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja þar er 23,3 pró­sent. 



Hjá þeim sem eru með 1.200 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur eða meira snýst þetta við. Auð­velt yrði að mynda meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Fram­sóknar með 54,2 pró­sent atkvæða úr þeim tekju­hóp. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Píratar og Vinstri græn eru að sama skapi óvin­sæl hjá tekju­hæsta hón­um. Sam­an­lagt fylgi þeirra hjá honum mælist 16,5 pró­sent. Sam­fylk­ingin sker sig úr flóru flokka þar sem hún nýtur ágætis fylgis hjá tekju­lægsta hópnum en er samt vin­sæl hjá þeim tekju­hæsta, þar sem 18,6 pró­sent kjós­enda styðja hana. Það er vel yfir heild­ar­fylgi flokks­ins og setur hann í annað sætið yfir vin­sæl­ustu stjórn­mála­flokka lands­ins hjá hæsta tekju­hópn­um, á eftir Sjálf­stæð­is­flokknum sem gín yfir alla aðra í vin­sældum þar með 34,2 pró­sent fylgi.

Hvernig kjósa mis­mun­andi land­svæði?

Ef höf­uð­borg­ar­svæðið myndi eitt kjósa myndu Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn fá sam­an­lagt 45,5 pró­sent atkvæða en rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír (Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn) 37,6 pró­sent. Þar skiptir fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á svæð­inu öllu máli, en hann mælist með 24,3 pró­sent stuðn­ing þar sem er mesti stuðn­ingur sem hann mælist með á land­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í miklum vand­ræðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem fylgi hans mælist ein­ungis 5,9 pró­sent og Vinstri græn eru ekki langt undan með 7,6 pró­sent fylg­i. 

Höf­uð­borg­ar­svæðið er hins vegar lang­sterkasta vígi allra frjáls­lyndu miðju­flokk­anna: Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar.

Þegar horft er á þann hóp sem er með grunn­skóla­menntun sem æðstu menntun er ljóst að þar eru íhalds­samir flokkar vin­sælli en hjá þeim sem hafa gengið lengra niður mennta­veg­inn. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist 46,4 pró­sent og myndi duga fyrir meiri­hluta á þingi innan þessa meng­is, þar sem atkvæði greidd Vinstri grænum (3,8 pró­sent) og Við­reisn (4,0 pró­sent) myndu að öllum lík­indum falla niður dauð. 



Í hópi háskóla­mennt­aðra myndi rík­is­stjórn­ar­myndun verða flókin þar sem ein­ungis fjórir flokkar mæl­ast með meira fylgi hjá þeim hópi en almennt. Þeir eru Sjálf­stæð­is­flokkur (25,2 pró­sent), Sam­fylk­ing (17,7 pró­sent), Við­reisn (14,3 pró­sent) og Vinstri græn (11,3 pró­sent), en Sam­fylk­ingin hefur þegar gefið út að það komi ekki til greina að starfa með Sjálf­stæð­is­flokki eftir næstu kosn­ing­ar.

Hvernig kjósa mis­mun­andi ald­urs­hópar?

Ef yngsti kjós­enda­hóp­ur­inn, 18 til 29 ára, myndi ráða myndun næstu rík­is­stjórnar er nokkuð ljóst að Píratar (24,9 pró­sent) og Sam­fylk­ingin (19,3 pró­sent) yrðu bak­beinið í henni með sam­an­lagt 44,3 pró­sent fylgi. Í ljósi þess að allt að fimm pró­sent atkvæða hjá hópnum myndu að óbreyttu falla niður dauð þá vantar ekki mikið upp á að þessir tveir flokkar næðu meiri­hluta þing­manna sam­an, miðað ein­vörð­ungu við yngstu atkvæð­in. Þeir gætu líka kippt Sós­í­alista­flokki Íslands með sér í rík­is­stjórn en hann mælist með sjö pró­sent fylgi hjá þessum hóp, eða meira en Vinstri græn, Við­reisn, Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þriðji stærsti flokk­ur­inn hjá þessum ald­urs­hóp en hann er samt sem áður að mæl­ast með minni stuðn­ing þar en í nokkrum öðrum ald­urs­hópi. 

Hjá 60 ára og eldri blasir við önnur staða. Þar er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í sér­flokki með 31,5 pró­sent fylgi. Ef Sam­fylk­ingin hefði ein­hvern áhuga á að vinna með Sjálf­stæð­is­flokki, og öfugt, þá væri hægt að mynda tveggja flokka rík­is­stjórn þeirra ef kosn­inga­ald­ur­inn yrði færður upp í 60 ár. Sam­an­lagt fylgi þeirra hjá þeim ald­urs­hópi mælist slétt 50 pró­sent.

Gögnin sem hér eru til umfjöll­unar eru úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar