Markalaust í London - Barcelona skoraði fimm

Thiago Silva og Youssef En-Nesyri eigast við á Stamford Bridge …
Thiago Silva og Youssef En-Nesyri eigast við á Stamford Bridge í kvöld. AFP

Chelsea þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Sevilla þegar liðin mættust í E-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge á Englandi í kvöld.

Jafnfræði var með liðunum allan leikinn en hvorugu liðinu tókst að skora og jafntefli því niðurstaðan.

Þá mættust Rennes og Krasnodar í hinum leik riðilsins í Frakklandi þar sem Sehrou Huirassy kom Rennes yfir með marki úr vítaspyrnu á 56. mínútu.

Chrutuab Ramírez jafnaði metin fyrir Krasnodar, þremur mínútum síðar, og þar við sat.

Öll lið riðils E-riðils eru því með 1 stig eftir fyrstu umferðina.

Ousmane Dembélé fagnar marki sínu gegn Ferencváros.
Ousmane Dembélé fagnar marki sínu gegn Ferencváros. AFP

Þá vann Barcelona öruggan 5:1-sigur gegn Ferencváros í G-riðli á Spáni þar sem þeir Lionel Messi, Anstu Fati, Pilippe Coutinho, Pedri og Ousmane Dembélé skoruðu mörk Barcelona í leiknum.

Igor Kharatin minnkaði muninn fyrir Ferencváros  með marki úr vítapyrnu á 70. Mínútu eftir að Gerard Pique hafði fengið að líta rauða spjaldið.

Barcelona og Juventus eru bæði með 3 stig í efstu sætum riðilsins en Ferencváros og Dynamo Kiev eru án s tiga.

Jean Daniel Akpa Akpro og Ciro Immobile fagna marki þess …
Jean Daniel Akpa Akpro og Ciro Immobile fagna marki þess fyrrnefnda. AFP

Lazio lagði Borussia Dortmund að velli þegar liðin mættust í F-riðli á Ítalíu en leiknum lauk með 3:1-sigri Lazio.

Ciro Immobile og Jean-Daniel Akpa-Akpro skoruðu mörk Lazio og þá var Marwin Hitz fyrir því óláni að skora sjálfsmark í liði Dortmund í fyrri hálfleik.

Erling Braut Haaland skoraði eina mark Dortmund í stöðunni 2:0- en Dortmund er án stiga líkt Zenit frá Pétursborg en Lazio er með 3 stig líkt og Club Brugge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert