Watson nær sáttum við 20 konur

DeShaun Watson á æfingu með Cleveland Browns á dögunum.
DeShaun Watson á æfingu með Cleveland Browns á dögunum. AFP/Nick Cammett

DeShaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur náð sáttum við 20 af þeim 24 konum sem hafa kært hann fyrir kynferðislegt áreiti.

Tony Buzbee, lögmaður allra 24 kvennanna, staðfesti í yfirlýsingu í dag búið væri að ná sáttum í 20 af 24 málum þeirra.

Hann sagði að þegar búið væri að fara í gegnum öll gögn er lúta að sáttunum, sem fela í sér óuppgefnar fjárhæðir sem Watson innir af hendi til kvennanna 20, verði öll 20 málin látin niður falla.

Buzbee bætti því við að til stæði að fara með öll hin fjögur mál, þeirra fjögurra kvenna sem eftir stæðu, fyrir rétt.

Fyrsta kær­an á hend­ur hon­um var lögð fram í mars 2021 en fjöl­marg­ar kon­ur kærðu Watson í kjöl­farið. Kon­urn­ar segja all­ar að Watson hafi sýnt af sér kyn­ferðis­lega óviðeig­andi hátterni á meðan nuddi stóð.

Þá var hann leikmaður Houston Texans. Er Watson sakaður um að hafa áreitt, ráðist á og/eða snert konurnar þegar þær reyndu að sinna störfum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert