Getur Afríkuþjóð orðið heimsmeistari?

Allir sex sigrarnir á Afríkumótinu til þessa hafa unnist með …
Allir sex sigrarnir á Afríkumótinu til þessa hafa unnist með eins marks mun. Hér fagna heimamenn í Kamerún marki á sunnudaginn. AFP

Afríkumótið í knattspyrnu karla hófst á sunnudaginn með 2:1-sigri heimamanna í Kamerún á Búrkína Fasó og 1:0-sigri Grænhöfðaeyja á Eþíópíu. Fjórir leikir fóru svo fram í gær.

Allir sex leikirnir á mótinu þessa fyrstu tvo keppnisdaga hafa verið jafnir og spennandi enda lauk þeim öllum með eins marks sigrum. Liðin eru flest vel skipulögð og þá gildir einu hvort um sterkari og þekktari þjóðir á við Senegal og Kamerún sé að ræða eða minni spámenn á við Malaví og Kómorós.

Afríkumótið hefur alltaf heillað mig þar sem hraður og skemmtilegur fótbolti hefur jafnan verið í forgrunni. Fyrir ekki svo löngu var meira um að skipulag liða væri losaralegt og skemmtunin gat fyrir vikið verið meiri.

Knattspyrnan í Afríku hefur hins vegar batnað til mikilla muna á síðustu árum og sést það vel á því að klaufaleg mistök og það sem kalla mætti of opna leiki heyra nú til undantekninga.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert