Vinsælustu vopn leiksins

Mikilvægt er að velja vopnin sín vel.
Mikilvægt er að velja vopnin sín vel. Skjáskot/COD

Það er mikilvægt að velja vopnin sín vel í Call of Duty: Warzone 2 en það getur skipt sköpum upp á það hvort þú sigrir eða ekki. Vopnavalið í Warzone 2 er nokkuð minna en í fyrstu útfærslunni af Warzone, en hvaða vopn eru vinsælust og hvaða vopn er eftirsóttast?

10 vinsælustu og bestu vopnin

10. Vaznev-9k - valin af 2,7% leikmanna

Skjáskot/COD

Vaznev er lítil og hröð byssa. Hún er ekki jafn kraftmikil og í fyrri leikjum en hún skaðar minna og erfiðara að eiga við hana en áður.

9. Chimera - valin af 3% leikmanna

Skjáskot/COD

Chimera kom í leikinn í uppfærslu í Warzone og sást fyrst í fyrri leik Call of Duty: Ghost's Honey Badger. Hún er ekki mikið notuð af spilurum en gæti klifrað listann eftir því sem líður á árið. Hún er góð í návígi en hún er hröð og hljóðlát.

8. SP-X 80 - valin af 3% leikmanna

Skjáskot/COD

Einn vinsælasti riffill leiksins og sérstaklega vinsæll meðal leikmanna sem vilja hlaupa um kortið með riffillinn í bakpokanum. Hann er ekki jafn kraftmikill og aðrir rifflar í leiknum en býr skemmtilegri blöndu af ákjósanlegum eiginleikum.

7. TAQ-56 - valin af 3,8% leikmanna

Skjáskot/COD

Þetta vopn hefur sést áður í fyrri Call of Duty leikjum en er ekki jafn kraftmikil og áður. Kraftinn er þó nokkuð mikill og góður valmöguleiki þeirra sem vilja berjast við andstæðinga úr þónokkurri fjarlægð. Spilarinn getur sett sinn svip á byssuna með stærra skothylki og betri handföngum til þess að gera vopnið þægilegra 

6. Lachmann Sub - valin af 4,5% leikmanna

Skjáskot/COD

Áður þekkt sem MP5 er þessi byssa vinsæl fyrir þá leikmenn sem vilja létt vopn og geta hlaupið andstæðinga upp og í bardögum innanhúss. Hún er svolítið erfið viðureignar sem er ein ástæðan fyrir því að hún er ekki hærra á listanum.

5. Signal 50 - valin af 7,5% leikmanna

Skjáskot/COD

Hálf-sjálfvirkur riffill sem gerir mikinn skaða með hverju skoti skýtur þessu vopni upp í fimmta sæti listans. Svolítið þungt vopn og ekki hægt að spretta mjög hratt ef spilari heldur á vopninu.

4. Kastov 762 - valin af 9% leikmanna

Skjáskot/COD

Kastov 762 er endurgerð af fræga vopninu AK-47 og er nauðalík, eina sem aðgreinir vopnin eru nöfnin. Hægt er að fara í bardaga af þónokurri fjarlægð en leikmenn þurfa þekkja vopnið vel til þess að geta átt við það og notað það vel. Margir segja þetta vopn lykilinn að sigri í leiknum.

3. Fennec 45 - valin af 11,5% leikmanna

Skjáskot/COD

Þetta hraða, létta vopn, situr í þriðja sæti listans. Það er mjög vinsælt fyrir þá sem kjósa að berjast í húsum og hlaupa hratt milli hæða. Eini galli vopnsins er hversu hratt leikmaðurinn klárar skotfærin sín og því gott að vera með stærri hylki á henni, einnig gott að vera með annað vopn meðferðis sem hægt er að nota ef skotfærin klárast.

2. TAQ-V - valin af 12,3% leikmanna

Skjáskot/COD

Annað sæti listans fer til TAQ-V. Erfitt að meðhöndla vopnið en svo kraftmikið að það jafnast út. Leikmenn þurfa velja sína bardaga vel haldi þeir á þessu vopni en ef barist er af fjarlægð eru fá vopn sem toppa þessa.

1. RPK - valin af 18,2% leikmanna

Skjáskot/COD

RPK kom aftur í Call of Duty leikina í ár og um leið og hún var í boði flaug hún upp listann og situr því í fyrsta sæti. Vopn í þessum flokki stærstu vopnanna eru ólíkleg að vera ofarlega á svona listum en stærð vopnsins gerir það að verkum að leikmenn geta ekki hlaupið hratt um með hana valda. Ef bardagarnir eru af mikilli fjarlægð eru fá vopn jafn góð og RPK.

dexerto.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka