Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mótefni lifir lengi í líkamanum

Nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar benda til þess að mót­efni sem lifa lengi og hald­ast há í lík­am­an­um eft­ir að fólk veikist af Covid-19-veirunni séu með ná­kvæma virkni og bind­ast bet­ur.

Mótefni lifir lengi í líkamanum

Niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að mótefni sem lifa lengi og haldast há í líkamanum eftir að fólk veikist af Covid-19-veirunni séu með nákvæma virkni og bindast betur. 

Þetta kom fram á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um rannsóknir á afleiðingum Covid-19. „Nei, nú ætlaði ég að fara í skítkast. Það verður að vera eitthvað gaman af þessu,“ sagði forstjórinn Kári Stefánsson sem hvatti stjórnvöld til að tryggja stofnun Farsóttarhúss sem gæti tekið við slíkum rannsóknum til framtíðar. Mikilvægt væri að skima fólk almennt í samfélaginu til að átta sig á útbreiðslu veirunnar þar sem um helmingur þeirra sem sýkjast eru einkennalausir, en mótefnin virðast engu að síður lifa lengi í líkamanum. 

Niðurstöðurnar koma á óvart

„Það kemur á óvart að það séu svona mikið af mótefnum enn í líkamanum ári eftir sýkingu. Við áttum alveg eins von á því að mótefni færu að minnka mun hraðar,“ segir Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræðingur. Mótefni mælast meiri hjá eldra fólki og aukast líka með alvarleika sýkingar, sem kemur á óvart að sögn Kára sem segir að fólk sem er komið yfir sextugt eigi almennt erfiðara með að mynda mótefni. Þá kom fram að almennt væri góð samfylgni á milli mótefnamælingar og t-frumusvars, sem kæmi jafnframt á óvart þar sem ein kenningin hefði verið að fólk myndaði annað hvort mótefni eða t-frumusvar. Fjölvirkt t-frumusvar tengist vernd gegn sýkingum. Ónæmissvar gegn sars-cov-2 virðist lítið hafa dvínað eftir sýkingu. 

Á fundinum kom einnig fram að fólk sem var með mikil einkenni af sýkingunni er með verra áreynsluþol eftir veikindin en aðrir. Karlar eru hins vegar að nema einkennin síður en konur, en meiri munur er á milli karla sem veiktust alvarlegra og annarra. Þreytueinkenni eru líka almennt meiri á meðal kvenna. „Þetta stangast á við þá staðreynd að karlar eru almennt kvartsárari en konur,“ sagði Kári og sagði að með hverri spurningu sem svarað væri kviknuðu svör við tveimur til þremur nýjum spurningum. 

Flestir veiktust í fyrstu bylgju 

Flest sýnin sem liggja að baki rannsókninni voru tekin úr fólki sem veiktist í fyrstu bylgjunni. Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningalista um heilsufar og lífsstíl, koma svo á vettvang og undirgangast þar ýmsar mælingar og próf.

Yfir 60 prósent þeirra sem veiktust í fyrstu bylgjunni tóku þátt í rannsókninni, eða 1.141 einstaklingar. Alls voru 53 prósent þáttakanda konur, en á milli fimm og ellefu mánuðir liðu frá því að fólk greindist með Covid-19 þar til rannsóknin var lögð fyrir.  Þátttakendum var skipt niður í fjóra hópa, sá stærsti samanstóð af einstaklingum sem fengu lítil einkenni, en undir hann féllu 439 einstaklingar. Minnsti hópurinn var fólk sem hafði þurft á spítalavist að halda vegna veirunnar, eða 49 einstaklingar. Skimað var fyrir ýmsum áhættuþáttum fyrir bráðum veikindum, en stærsti áhættuþátturinn felst í því að vera með einhvern sjúkdóm. Aðrir áhættuþættir voru hærri líkamsþyngdarstuðull, astmi, sykursýki og háþrýstingur. 

Enn á eftir að vinna úr ýmsum þáttum rannsóknarinnar en helstu niðurstöður væru þær að tengsl voru á milli mótefnamagns í blóði og alvarleika veikindanna.

Þeir sem veiktust lýstu meiri einkennum 

Spurt var um 90 einkenni. Þeir sem höfðu fengið veiruna voru með nánast öll einkennin oftar en aðrir, auk þess sem þeir voru næmari fyrir einkennunum og upplifði meiri einkenni en aðrir.

Það hvort fólk væri með skert eða truflað lyktar- eða bragðskyn tengdist lítið alvarleika veikindanna. Alvarleiki veikindanna hafði hins vegar áhrif á önnur einkenni sem sett voru í sama flokk; minnistruflanir, mæði, vanlíðan eftir líkamlega áreynslu, einbeitingarskort, þreyta, slappleika, brjóstverk, hraðan hjartslátt. Því veikara sem fólk varð, því verr leið því eftir veikindin. Það gilti jafnframt um kvíða, þunglyndiseinkenni og önnur heilsutengd lífsgæði. Þeir sem veiktust mest glímdu við meiri vanlíðan en aðrir. 

Alls lýsa 32 prósent þeirra sem fengu veiruna enn verulegum einkennum fimm til ellefu mánuðum eftir að þeir greindust, svo sem mæði, minnistruflunum, vanlíðan eftir áreynslu, einbeitingarskorti, þreytu og slappleika, en 14 prósent í viðmiðunarhópi. Algengara var á meðal kvenna að þær fyndu fyrir einkennum. Um 60% þurfti að minnka álag, vinna minna, draga úr námi, þrífa sjaldnar og 16 prósent þurfti að minnka mikið við sig. Tíminn virtist ekki vinna mikið með fólki, þátttakendur fundu fyrir jafn alvarlegum einkennum fimm mánuðum eftir sýkinguna og ellefu mánuðum.

Þreyta frekar en skert heilastarfsemi

Liður í rannsókninni var að láta fólk þefa af sex mismunandi pennum sem allir höfðu ákveðna lykt og meta hversu sterk og hversu góð lyktin væri. Þeir sem hafa mælst með veiruna mátu lykt almennt verri og daufari en aðrir, voru veiruna var tvöfalt líklegra til þess að skimast með skert lyktarskyn og þrefalt líklegra til þess að finna ekki lykt af einum pennanum. Hlutfall þeirra sem mældust með skert lyktarskyn var 9 prósent fyrir sýkinguna og 23 prósent eftir sýkinguna. Þessi einkenni lagast hins vegar með tímanum og lyktarskynið batnar. 

Áreynslupróf var sömuleiðis lagt fyrir fólk þar sem það var látið hjóla á þrekhjóli. Sterk tengsl voru á milli áreynsluþols og hversu alvarlega fólk veiktist af veirunni, þolið var lægra hjá þeim sem veiktust verr af Covid-19. Það tengist bæði afleiðingum alvarlegra veikinda og áhættuþáttum fyrir veikindinum. Þá vakti athygli að áreynsluþol hefur ekki aðeins lækkað á meðal þeirra sem veiktust af Covid-19 heldur einnig í viðmiðunarhópnum sem er talið stafa af hreyfingarleysi í samfélaginu. Lægra áreynsluþol hjá þeim sem veiktust tekur því líklega mið af eftirköstum veikindanna sem og almennu hreyfingarleysi í samfélaginu. 

Fólk sem hafði veikst af Covid-19 kom ekki verr út úr taugasálfræðiprófum sem lögð voru fyrir fólk með það að marki að meta athygli, einbeitingu, minni og rökhugsun. Niðurstöðurnar benda því til þess að þegar fólk sem hefur veikst af Covid-19 lýsir þessum einkennum stafi það frekar af þreytu heldur en truflun á heilastarfsemi.

Ekki var heldur munur á niðurstöðum fólks sem hafði greinst með Covid-19 og viðmiðunarhópi þegar blóðþrýstingur var mældur, hjartsláttartíðni, leiðni í kálfataug, heyrnapróf, nýrnablóðpróf, lifrarblóðpróf eða hjartarblóðpróf, sem bendir til þess að Covid-19 fylgi ekki víðtækar skemmdir á líffærum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu