Þurfi mögulega að grípa inn í skólastarf

Horft yfir Eskifjörð í Fjarðabyggð.
Horft yfir Eskifjörð í Fjarðabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikill fjöldi kórónuveirusmita greinist enn a Austurlandi, þá helst á meðal skólabarna og starfsmanna skóla. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Austurlandi. 

Þar segir að smitin séu ekki síst að greinast í Fjarðarbyggð og teygi anga sína víða í skólastarfið. 

Aðgerðarstjórn á Austurlandi mun því funda með skólastjórnendum á Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupsstað til að leggja mat á stöðuna en mögulegt er að grípa þurfi til aðgerða innan skólanna til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert