Stefnir í besta árangur í átta ár

Ísland hefur í fyrsta skipti í sögunni unnið alla leiki …
Ísland hefur í fyrsta skipti í sögunni unnið alla leiki sína í riðlakeppni á EM. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Besti árangurinn í átta ár. Þannig er staðan hjá karlalandsliðinu okkar í handbolta sem hefur lagt grunninn að því að eiga sitt besta stórmót síðan það hafnaði í fimmta sæti á EM í Danmörku í janúar 2014.

Frá þeim tíma er ellefta sæti á HM 2019 og EM 2020 það besta sem liðið hefur náð en einnig hefur það sigið alla leið niður í 20. sæti á síðasta heimsmeistaramóti fyrir aðeins ári.

Þá var núverandi lið í mótun, liðið sem virðist vera að springa út á réttum tíma og taka stökkið inn í hóp átta til tíu bestu liða heims.

Stigin tvö sem Ísland tekur með sér í milliriðilinn þýða að hálfgert slys þarf til að liðið endi neðar en í tíunda sæti af þeim tólf liðum sem eftir eru í keppninni.

Eftir þrjá sigra í riðlakeppninni er erfitt að átta sig alveg á hvar íslenska liðið stendur samanborið við bestu lið heims á þessari stundu.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og er skrifaður áður en kórónuveirusmitin komu upp í íslenska landsliðshópnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert