Njarðvík fær mikinn liðsauka

Njarðvík varð deildarmeistari í 1. deild kvenna í vetur og …
Njarðvík varð deildarmeistari í 1. deild kvenna í vetur og leikur í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Kvennalið Njarðvíkur í körfuknattleik hefur fengið mikinn liðsauka fyrir komandi keppnistímabil en þrír erlendir leikmenn hafa samið við félagið.

Njarðvíkingar unnu sér sæti í úrvalsdeildinni í vor og ætla að mæta með sterkt lið til leiks en Aliayh Collier, Lavínia Da Silva og Diene Diane hafa verið kynntar til leiks hjá félaginu.

Aliyah Collier er bandarísk, 24 ára gömul og leikur sem bakvörður. Hún hefur síðustu tvö ár spila í Finnlandi og Portúgal og þar áður með liði Clemson-háskóla.

Lavínia Da Silva er 33 ára gömul, bresk en með portúgalskt vegabréf, 1,87 m á hæð og leikur sem miðherji. Hún hefur leikið með landsliði Portúgals undanfarin átta ár.

Diene Diane er 23 ára Frakki og leikur sem framherji en hún kemur beint frá FIU-háskóla í Bandaríkjunum. 

Á heimasíðu Njarðvíkinga er sagt að von sé á leikmönnunum til félagsins í ágústmánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert