Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­ein­vígið heldur á­fram, Heat getur sópað Celtics og Besta deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jimmy Butler og félagar í Miami geta komist í úrslit NBA-deildarinnar.
Jimmy Butler og félagar í Miami geta komist í úrslit NBA-deildarinnar. Vísir/Getty

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport þennan þriðjudaginn. Úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV í Olís-deild karla í handbolta heldur áfram. Miami Heat getur sópað Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta sem og það eru tveir leikir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.20 hefst útsending frá Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti ÍBV í úrslitum Olís-deildar karla. Staðan í einvíginu er 1-0 ÍBV í vil. Að leik loknum – kl. 19.40 - mun Seinni bylgjan gera leikinn upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 00.30 mætast Miami Heat og Boston Celtics í fjórða leik liðanna í úrslitum austursins í NBA. Staðan er 3-0 Heat í vil og möguleikar Boston orðnir litlir sem engir.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 20.05 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti FH í Bestu deild kvenna.

Besta deildin 2

Klukkan 19.05 hefst útsending frá Sauðárkróki þar sem Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×