Heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld

Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir á Laugardalsvelli …
Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld þegar Ísland tekur á móti Liechtenstein í J-riðli undankeppni HM 2022 í knattspyrnu.

Báðir leikmenn hafa lagt landsliðsskóna á hilluna en Hannes, sem er 37 ára gamall, lék sinn fyrsta landsleik gegn Kýpur árið 2011 í undankeppni EM 2012. Hann lék 77 A-landsleiki og var aðalmarkvörður liðsins á EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.

Kári, sem er 38 ára gamall, lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2005 þegar Ísland mætti Ítalíu í vináttulandsleik ytra. Hann lék 90 A-landsleiki þar sem hann skoraði sex mörk en hann hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarinn áratatug.

Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason verða heiðraðir fyrir feril sinn með A-landsliði karla fyrir leik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvelli á mánudag,“ segir í tilkynningu KSÍ.

„Þetta verður gert áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert