Mikill gagnkvæmur vilji er milli yfirvalda og framáfólks í Raleigh-Durham og stjórnenda Icelandair um að láta fyrsta nýja áfangastað flugfélagsins í Norður-Ameríku eftir heimsfaraldurinn ganga vel upp, enda um stórt skref að ræða fyrir bæði svæðið og fyrirtækið.

Jómfrúarflugið heppnaðist vel, bæði á faglegum og markaðslegum forsendum. Tekið var á móti vélinni með pompi og prakt og hún meðal annars sprautuð í bak og fyrir, en það ku til siðs við slík tilefni.

Fjölmiðlar á staðnum sýndu Boga Nils Bogason forstjóra og öðrum starfsmönnum Icelandair mikinn áhuga við komuna, og sagan segir að meira að segja áhöfnin sem mætt var á undan til að fljúga vélinni heim hafi fengið stjörnumeðferð á borð við myndatökubeiðnir frá ókunnugum þegar út spurðist að um starfsmenn hins gamalgróna íslenska flugfélags væri að ræða.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði