Skárra veðurútlit fyrir laugardag

Júlíus Magússon og liðsfélagar hans í Víkingi úr Reykjavík geta …
Júlíus Magússon og liðsfélagar hans í Víkingi úr Reykjavík geta orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 30 ár á laugardaginn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Áhyggjur þess efnis að til þess gæti komið að færa þyrfti til knattspyrnuleiki hérlendis á laugardaginn virðast hafa minnkað eftir því sem liðið hefur á vikuna. Í upphafi vikunnar var spáin ekki glæsileg en mun meiri líkur virðast nú vera á því að lokaumferð úrvalsdeildar karla fari fram á tilsettum tíma á laugardag.

Mikil spenna er fyrir lokaumferðina. Víkingur R. og Breiðablik heyja einvígi um Íslandsmeistaratitilinn en eitt stig skilur liðin að. Víkingur á heimaleik við Leikni R. og Breiðablik á heimaleik við HK. Keflavík, HK og ÍA eru í harðri fallbaráttu þar sem eitt liðanna mun fylgja Fylki niður um deild og lið Keflavíkur og ÍA mætast einmitt suður með sjó.

Þá eru KA og KR í baráttu um þriðja sætið sem myndi gefa keppnisrétt í Evrópukeppni ef Víkingar verða bikarmeistarar.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert