Enski boltinn

Solskjær: 100% vítaspyrna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
„Afhverju dæmir þú ekki víti?“
„Afhverju dæmir þú ekki víti?“ vísir/Getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, telur lið sitt hafa verið rænt tveimur stigum af dómaranum þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Callum Hudson Odoi handlék boltann innan vítateigs í fyrri hálfleik og eftir að hafa skoðað atvikið í VAR ákvað dómarinn að dæma ekki vítaspyrnu. Solskjær skildi ekkert í þeirri ákvörðun.

„Þetta var víti. Alveg 100%. Ef höndin á honum á að hafa verið í náttúrulegri stöðu þegar hann fékk boltann í sig hlýt ég að vera blindur,“ sagði Solskjær í leikslok.

Man Utd skapaði sér fá færi í leiknum og sama má segja um heimamenn í Chelsea.

„Við vildum vinna. Okkur skorti gæði á síðasta þriðjungi vallarins. Við pressuðum vel og lögðum mikið á okkur. David De Gea átti frábæra markvörslu og við héldum hreinu,“ sagði Solskjær.

„Fyrri hálfleikur var slæmur og í raun var þetta vondur leikur í fyrri hálfleik. Við áttum góða kafla í síðari hálfleik en það var ekki nóg. Við vorum frábærir varnarlega,“ sagði Solskjær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×