Nick Kyrgios kominn í átta manna úrslit

AFP/Glyn Kirk

Nick Kyrgios er kominn í átta manna úrslit á Wimbledon-tennismótinu eftir 4-6 6-4 7-6 (7-2) 3-6 6-2 sigur hans á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashim. Hann segir að margt fólk eigi eftir að vera ósátt.

Ástralski tennisleikmaðurinn Kyrgios hefur ekki komist í átta manna úrslit á stórmóti í sjö ár. Ásamt honum í átta liða úrslitum er t.d. Rafael Nadal en ef hann sigrar þetta mót hefur hann sigrað öll fjögur stórmótin í tennis á árinu. Hann hefur þegar unnið ástralska, franska, bandaríska og er nú komin í átta liða úrslit í því enska, þ.e. Wimbledon.

Kyrgios er þekktur fyrir skap sitt inn á vellinum og óíþróttamannslega hegðun utan hans en hann segir að umboðsmaður hans hafi í eitt skipti þurft að draga hann út af bar klukkan 4 um nótt því hann átti leik við Nadal daginn eftir.

Hann segir að auk þess sem hann sé meiðslalaus sé bættri hegðun hans það að þakka að hann sé kominn aftur í átta manna úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert