Íslenskur sigur í Finnlandi

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á HM í alpagreinum í febrúar á …
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir á HM í alpagreinum í febrúar á þessu ári. Ljósmynd/SKÍ

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sigraði á alþjóðlegu stórsvigsmóti í Finnlandi í dag og sigraði um leið á FIS-móti í fyrsta skipti á ferlinum. 

Keppendur í mótinu komu frá sjö löndum og ætti Hólmfríður að styrkja stöðu sína frekar á styrkleikalistanum eins og hún hefur gert að undanförnu. 

Hólmfríður Dóra fór fyrri ferðina á 54,97 sekúndum og hina síðari á 52,40 sekúndum. Samanlagður tími hennar var því 1:47,37 mínútur. 

Ekki verður annað sagt en að mjótt hafi verið á mununum því Kia-Emilia Hakala frá Finnlandi kom næst á 1:47,38 mínútum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert