Umskipti Reita ekki fyrr en 2022

Áhætta fylgir nýjustu eign Reita.
Áhætta fylgir nýjustu eign Reita. Rax/Ragnar Axelsson

Umskipti verða ekki í rekstri fasteignafélagsins Reita fyrr en á næsta ári, 2022, samkvæmt nýrri úttekt greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital. Í greiningunni segir að rekstraráætlun fyrir Reiti sé töluvert dekkri nú en fyrri rekstraráætlun.

Meginástæða þess er samkvæmt greiningunni að gert er ráð fyrir að umskipti í ferðaþjónustu verði seinna en í eldri spá og örlítið hægari. Afkoma ferðaþjónustunnar hefur mikil áhrif á afkomu Reita eins og fjallað er um í greiningunni. Þannig munu verða kröftug umskipti milli áranna 2021 og 2022.

„Rekstrarhagnaður (NOI) Reita mun aukast um 500 m.kr. að raunvirði og leigutekjur verða nærri þær sömu að raunvirði og fyrir Covid. Rekstrarhagnaður mun nema 7.536 m.kr. árið 2022. Rekstrarhagnaðarhlutfall mun svo hækka hægt og rólega frá árinu 2022 samfara auknum leigutekjum. Að raunvirði mun rekstrarhagnaður Reita verða kominn í tæplega 7,9 ma.kr. í lok spátíma,“ segir í greiningu Jakobsson Capital.

Afkoma Reita var heldur undir væntingum á fjórða ársfjórðungi 2020 samkvæmt Jakobsson Capital.

19% eigna undir hótelrekstur

Eins og sagði hér að framan veltur afkoma félagsins mjög á viðsnúningi í ferðaþjónustunni en bæði eru 19% af eignum félagsins undir hótelrekstur og þá eru um 5% af skrifstofuhúsnæði félagsins undir rekstur Icelandair. Í greiningunni er sérstaklega fjallað um eign Reita á Nauthólsvegi 50 þar sem skrifstofur Icelandair eru til húsa.

„Kaupverðið nam 2.250 m.kr. og er áætlaður rekstrarhagnaður 160 m.kr. Leiguarðsemin er því mjög há eða 7,1%. Á móti kemur að áhættan er nokkur ef illa fer hjá Icelandair. Nauthólsvegur 50 er fjarri öllum skrifstofukjörnum og því ekki auðveld eign í leigu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK