Gervigreindin kemur ekki í stað starfsmanna

Forstjóri Take-Two, Strauss Zelnick.
Forstjóri Take-Two, Strauss Zelnick. Samsett mynd

Tölvuleikjaframleiðandinn Take-Two, sem meðal annars sá um yfirsýn yfir framleiðslu og útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto, segist hafa mikinn áhuga á að nota gervigreind í hönnun og framleiðslu leikja en engum starfsmanni verði þó skipt út.

Þetta er haft eftir forstjóra Take-Two, Strauss Zelnick, en hann segir einnig að gervigreindin geti ekki hannað góða tölvuleiki upp á sitt eindæmi. Hann útilokar þó ekki að starfsmenn muni í náinni framtíð notfæra sér tæknina til þess að flýta fyrir framleiðslu leikja. 

Getur hjálpað til

„Framfarir í tækni gervigreindar koma á óvart og eru mjög spennandi. Þetta er spennandi sérstaklega fyrir okkur því við getum notfært okkur þessa tækni til þess að standa okkur betur og skila betri leikjum af okkur.“

Flest fyrirtæki virðast þó vera með augun límd við fréttir um gervigreindina en tölvuleikurinn High on Life var hannaður með hjálp gervigreindar, en það kom í ljós þegar persónur í leiknum voru með of marga putta og skrítin augu, eitthvað sem hefði ekki farið fram hjá hönnuði. 

„Ég vildi að ég gæti þó sagt að þessar framfarir gervigreindarinnar þýði að hún ein og sér geti framleitt frábæra leiki en svo er ekki. Góðir tölvuleikir eru búnir til af snillingum sem starfa hjá okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert