Byrjunarlið Íslands: Ögmundur í markinu

Ögmundur Kristinsson er í byrjunarliði íslenska liðsins á Wembley.
Ögmundur Kristinsson er í byrjunarliði íslenska liðsins á Wembley. AFP

Ögmundur Kristinsson stendur á milli stanganna hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Englandi í Þjóðadeild UEFA á Wembley í London í kvöld.

Ögmundur kemur inn í liðið fyrir Rúnar Alex Rúnarsson sem byrjaði síðasta leik gegn Dönum á Parken.

Erik Hamrén, þjálfari liðsins, stillir upp í leikkerfið 5-3-2 en Kári Árnason er í hjarta varnarinnar og er fyrirliði Íslands í dag. 

Fyrri leik liðanna í Þjóðadeildinni lauk með 1:0-sigri Englands á Laugardalsvelli þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartína.

Íslenska liðið er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum en síðasti sigurleikur landsliðsins var gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á EM á Laugardalsvelli hinn 8. október síðastliðinn.

Byrjunarlið Íslands:

Mark: Ögmundur Kristinsson

Vörn: Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Kári Árnason, Sverrir Ingi Ingason, Ari Freyr Skúlason.

Miðja: Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Birkir Bjarnason.

Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Albert Guðmundsson.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert