Gríðarlegur missir fyrir íslenskt tónlistarfólk

Hallveig Rúnarsdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna.
Hallveig Rúnarsdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sjálf­seign­ar­stofn­un­in Hann­es­ar­holt hef­ur haldið úti menn­ing­ar­setri í sögu­frægu húsi Hann­es­ar Haf­stein frá ár­inu 2013. Fjár­magn stofn­un­ar­inn­ar hef­ur verið á þrot­um og ekki hægt að halda henni gang­andi leng­ur. Hefði stofn­un­in hins veg­ar verið einka­hluta­fé­lag rekið í hagnaðarskyni hefði Hann­es­ar­holt átt rétt á svo­kölluðum Covid-styrk upp á tutt­ugu millj­ón­ir.

Eins og fram kom í frétt Morg­un­blaðsins í síðasta mánuði kölluðu marg­ir eft­ir því að setr­inu yrði áfram haldið opnu og hafa birst grein­ar þar sem er biðlað til stjórn­valda að bjarga rekstr­in­um.

Starfs­fólki hef­ur verið sagt upp á síðustu dög­um og var skellt í lás í gær­kvöldi, að óbreyttu til fram­búðar.

Menningarhúsið Hannesarholt.
Menn­ing­ar­húsið Hann­es­ar­holt. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mik­ill miss­ir fyr­ir klass­íska tónlist

„Þetta er mjög mik­ill miss­ir fyr­ir ís­lenska tón­list­ar­menn,“ seg­ir Hall­veig Rún­ars­dótt­ir, formaður Fé­lags ís­lenskra tón­list­ar­manna. 

„Þetta er mjög hent­ug stærð af sal, þarna hef­ur verið tekið gríðarlega vel á móti okk­ur og við fengið góða samn­inga. Sal­ur­inn er sér­hannaður fyr­ir klass­íska tónlist þannig að miss­ir­inn er ekki síst hjá klass­ísku tón­listar­fólki.“

„Mér finnst að það mætti huga að þess­um stöðum þar sem klass­ísk tónlist hef­ur verið í fyr­ir­rúmi þegar til dæm­is úr­bóta­sjóður tón­list­arstaða í Reykja­vík veit­ir styrki,“ seg­ir hún.

Leig­ur á tón­leika­söl­um oft út úr öllu korti

Hún seg­ir að ekki sé sal­ur sem geti tekið við af Hann­es­ar­holti. „Við tón­list­ar­menn verðum að horf­ast í augu við það að það er næst­um óvinn­andi veg­ur fyr­ir fólk að halda sjálf­stæða tón­leika, sem get­ur verið ofboðsleg fjár­hags­leg áhætta.“

Þá seg­ir hún leig­una á öðrum söl­um oft vera út úr öllu korti, þar á meðal leiga á söl­um í Hörpu. „Fyr­ir tón­list­ar­menn sem þora ekki að taka áhætt­una á því að það selj­ist ekki miðar, þá er fólk kannski að lenda í því að þurfa að borga stór­fé með tón­leika­haldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert