Vésteinn sæmdur heiðursdoktorsnafnbót

Vésteinn Hafsteinsson var í dag sæmdur heiðurdoktorsnafnbót hjá háskólanum í …
Vésteinn Hafsteinsson var í dag sæmdur heiðurdoktorsnafnbót hjá háskólanum í Växjö. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Vésteinn Hafsteinsson, nýr afreksstjóri ÍSÍ og einn fremsti kastþjálfari heims, var í dag sæmdur heiðursdoktorsnafnbót hjá Linné-háskólanum í Växjö í Svíþjóð.

Íslenski þjálfarinn hefur m.a. þjálfað Svíana Daniel Ståhl og Simon Pettersson, tvo af fremstu kringlukösturum heims, og Fanny Roos, sem er í fremstu röð í kúluvarpi. 

Vésteinn tekur við nafnbótinni við hátíðlega athöfn í Kalmar í dag, en honum var hrósað í hástert af stjórnendum skólans.

„Vésteinn hefur margoft skapað heims- og ólympíumeistara og einn af hans helstu kostum er hve opinn hann er að deila aðferðum sínum með öðrum. Hann er leiðtogi á meðal leiðtoga og hugulsemi hans í garð annarra sker sig úr.

Hann er einnig ófeiminn við að prófa nýja hluti og er fyrirmynd fyrir alla sem vilja ná langt með nákvæmni, frammistöðu og fagmennsku að vopni,“ segir m.a. í umsögn skólans um Véstein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert