Toppliðin sterkari í fyrsta leik

Jayson Tatum sækir að körfu Cleveland í nótt.
Jayson Tatum sækir að körfu Cleveland í nótt. AFP/Maddie Meyer

Boston Celtics, sem var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í körfubolta í vetur, er komið yfir gegn Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í fyrsta leik í nótt, 120:95.

Boston var með forskotið nánast allan tímann og var sigurinn öruggur. Jaylen Brown skoraði 32 stig fyrir Boston og Derrick White 25. Donovan Mitchell hjá Cleveland var stigahæstur allra með 33 stig. Evan Mobley skoraði 17 og tók 13 fráköst.

Oklahoma City Thunder, sem varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar, er komið yfir gegn Dallas Mavericks eftir 117:95-heimasigur í fyrsta leik.

Shai Gilgeous-Alexander lék vel að vanda og skoraði 29 stig og Chet Holmgren gerði 19 stig. Kyrie Irving skoraði 20 stig fyrir Dallas og Luka Doncic, sem hafði hægar um sig en oft áður, gerði 19.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert