Vissi að þetta væri rétta tækifærið

Marcel Sabitzer fagnar marki í leik með Bayern München fyrr …
Marcel Sabitzer fagnar marki í leik með Bayern München fyrr á tímabilinu. AFP/Christof Stache

Austurríski knattspyrnumaðurinn Marcel Sabitzer kveðst spenntur fyrir því að leggja sitt af mörkum hjá Manchester United eftir að hafa skrifað undir lánssamning út tímabilið í gærkvöldi.

Sabitzer, sem er 28 ára gamall miðjumaður, kemur að láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, þar sem hann hefur verið í aukahlutverki á yfirstandandi tímabili.

„Stundum gerist það í lífinu að maður þarf að taka mikilvægar ákvarðanir í flýti. Frá því að ég heyrði af þessu tækifæri vissi ég að það væri það rétta fyrir mig.

Mér finnst sem ég sé á hátindi ferils míns og að ég geti lagt mitt af mörkum til liðsins með reynslu minni og orku.

Ég er spenntur fyrir því að hefja leik með nýju liðsfélögum mínum og knattspyrnustjóra og að sýna stuðningsmönnum Manchester United hvað ég get,“ sagði Sabitzer í samtali við heimasíðu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert