Hlynur náði sínum besta tíma

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Ljósmynd/FRÍ

Langhlauparinn Hlynur Andrésson úr ÍR hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia í gær þegar hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. sæti.

Frá þessu er greint á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Hlynur er líkt og mbl.is greindi frá í síðasta mánuði fluttur til Ítalíu þar sem þjálfarinn hans er Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni.

Hlynur stefnir nú að því að ná lágmarki í 10 kílómetra hlaupi fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í München í Þýskalandi í ágúst á þessu ári.

Lágmarkið er 28:15,00 en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 sem hann setti á European 10.000m Cup á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka