Króksarar höfðu betur í fallbaráttuslag

Leikmenn Tindastóls fagna í kvöld.
Leikmenn Tindastóls fagna í kvöld. Ljósmynd/jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll og Fylkir áttust við í kvöld á Sauðárkróki í Pepsi Max-deild kvenna. Um algjöran fallbaráttuslag var að ræða því að fyrir leikinn var Tindastóll í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig og Fylkir í því næst neðsta með 9 stig. Leiknum lauk með 2:1 sigri Tindastóls.

Heimastúlkur í Tindastóli byrjuðu leikinn betur þegar að Murielle Tiernan fékk boltann á miðju vallarins á 7. mínútu, skeiðaði upp völlinn, stakk varnarmenn Fylkis af og setti hann þéttings fast í nærhornið, 1:0 fyrir Tindastól.

Stelpurnar úr Árbænum áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik en Amber Kristin Michel í marki Stólanna sannaði enn og aftur að hún sé einn besti markvörðurinn í deildinni.

Króksarar bættu síðan við öðru marki á 27. mínútu þegar að boltinn datt út í teig eftir hornspyrnu og Laura Rus, nýr leikmaður Tindastóls, þrumaði boltanum þéttingsfast meðfram jörðinni alveg út við stöng.

Í seinni hálfleik komst Murielle Tiernan í dauðafæri til að auka forystu Tindastóls á 58. mínútu þegar hún slapp ein í gegn en Tinna Brá Magnúsdóttir í marki Fylkis gerði mjög vel.

Það sem eftir lifði leiks voru Fylkisstúlkur með meiri tök á leiknum og voru á 69. mínútu átti Þórdís Elva Ágústsdóttir glæsilega sendingu inn fyrir á Helenu Ósk Hálfdánardóttur sem var nýkominn inn á og klobbaði markvörð Tindastóls og skoraði, 2:1.

Árbæingar sóttu fast að marki Stólanna í kjölfarið en náðu ekki að koma inn marki. Úrslitin þýða það að Tindastóll er komið upp fyrir Fylki í deildinni og úr fallsæti um sinn.

Tindastóll 2:1 Fylkir opna loka
90. mín. Ísafold Þórhallsdóttir (Fylkir) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert