33 ný innanlandssmit

Nánast stöðug röð er eftir skimun við kórónuveirunni við Suðurlandsbraut. …
Nánast stöðug röð er eftir skimun við kórónuveirunni við Suðurlandsbraut. Þessi mynd var tekin fyrr í mánuðinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru staðfest 33 kórónuveirusmit innanlands í gær. 66% þeirra sem greindust með Covid-19 í gær voru í sóttkví en 13 einstaklingar voru utan sóttkvíar

Nú eru 1.159 í einangrun á Íslandi en þeim hefur fækkað undanfarna daga. Í gær voru 1.206 í einangrun og hefur þeim því fækkað um 67 á milli daga.

Fjögur virk smit greindust við landamærin og 13 sýni eru í bið eftir niðurstöðu mótefnamælingar.

Alls eru innlend smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar á hraðri niðurleið en þau eru nú 248,7 en við landamærin eru þau 22,9.

Á sjúkrahúsi vegna Covid-19 er 21 sjúklingur og af þeim eru 3 á gjörgæslu. Það hefur því fækkað sjúklingum með Covid á sjúkrahúsum um tvo á milli daga en ennþá eru þrír á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél.

Alls eru 2.542 í sóttkví og er það fjölgun á milli daga en í gær var 2531 í sóttkví. 1485 eru í skimunarsóttkví.

Smitum fækkar í öllum aldurshópum nema í þeim yngstu og elstu. Líkt og fyrr eru smitin flest í aldurshópnum 18-29 ára eða 356. Það er fækkun frá því í gær er þau voru 362. Níu börn yngri en eins árs eru í einangrun, 38 börn á aldrinum 1-5 ára eru í einangrun og 90 börn 6-12 ára. 61 barn á aldrinum 13-17 ára er með Covid-19 í dag þannig að alls eru 198 börn smituð af kórónuveirunni í dag.

Á fertugsaldri eru smitin nú 181 talsins en í aldurshópnum 40-49 ára eru þau 159. Á sextugsaldri er 133 með Covid og á sjötugsaldri eru þeir 82 talsins. 37 eru með Covid á aldrinum 70-79, 11 á aldrinum 80-89 ára og tveir sem eru komnir yfir nírætt.

Enginn er í einangrun á Austurlandi og ekki heldur Norðurlandi vestra. Á Austurlandi eru hins vegar 3 í sóttkví og 1 á Norðvesturlandi.

Á höfuðborgarsvæðinu er 971 í einangrun og 2.099 eru í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 58 smitaðir en 187 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 57 smit en 73 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 38 smit og 99 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 13 smit og 4 í sóttkví og á Vesturlandi eru 20 smit og 52 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 2 smit og 24 í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert