fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Fyrirtæki í miklum vandræðum vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 09:00

Byggingaiðnðurinn glímir við skort á starfsfólki. mynd/Arnþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fjarveru starfsfólks, sem hefur þurft að vera í sóttkví og einangrun vegna COVID-19, hafa fyrirtæki í byggingariðnaði og matvælaframleiðslu þurft að glíma við mikla fjarveru starfsfólks, sérstaklega síðustu vikur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir stjórnendum að þetta hafi þó sloppið til í flestum tilvikum og ekki hafi þurft að stöðva vinnu við byggingar eða framleiðslu í fyrirtækjum en stundum hafi þetta staðið mjög tæpt.

Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkronafbrigðisins hefur þeim fjölgað mjög að undanförnu sem þurfa að vera í einangrun og sóttkví. Nú eru rúmlega 20.000 manns í þeirri stöðu. „Við höfum satt best að segja verið mjög heppin fram til þessa en nú kvarnast úr hópnum dag frá degi. Staðan er afleit og þetta er farið að hafa töluverð áhrif á okkar starfsemi,“ er haft eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG verks. Hann sagði að finna verði viðunandi lausn því það hafi mikil áhrif á samfélagið að svo margir séu í sóttkví og einangrun.

Gunnar Sigurðsson, viðskiptastjóri á viðskipta- og hugbúnaðarsviði Samtaka iðnaðarins, sagði mörg fyrirtæki hafi verið í miklum vandræðum en hafi náð að bjarga sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar