Innlent

Í tveggja vikna varðhald vegna morðsins í Rauðagerði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þegar mest var voru níu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 
Þegar mest var voru níu í gæsluvarðhaldi vegna málsins.  Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur vegna rannsóknar lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að krafan um varðhald hafi verið gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Verður viðkomandi í varðhaldi að óbreyttu til föstudagsins 19. mars.

Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fimm hafa verið úrskurðaðir í farbann.

Gæsluvarðhald yfir einum rennur út miðvikudagin 10. mars, yfir tveimur miðvikudagin 17. mars og þeim fjórða 19. mars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×