Heldur áfram að slá met

Leikjaveitan Steam heldur áfram að toppa sig.
Leikjaveitan Steam heldur áfram að toppa sig. Grafík/Steam

Tölvuleikjaveitan Steam heldur áfram að slá eigin met en ekki er nema vika síðan síðasta met var slegið á leikjaveitunni. 

Rúmar 28 milljónir

Hinn 9. janúar voru 28.230.853 einstaklingar skráðir inn á leikjaveituna samtímis og er það mesti fjöldi sem mælst hefur virkur á veitunni hingað til. Ekki er nema vika síðan seinasta sambærilega met var slegið þegar tæplega 28 milljónir einstaklinga voru skráðir inn.

Leikmönnum hefur fjölgað verulega frá því í janúar 2021 en þá voru notendur sem voru virkir samtímis um 2,8 milljónum færri. 

Stöðug uppleið

Iðnaðarsérfræðingurinn Daniel Ahmad benti á „sterkan vöxt“ sem viðskiptavinur Valve hefur upplifað síðan heimsfaraldurinn skall á, með aukningu um næstum 10 milljónir notenda samtímis á milli janúar 2020 og janúar 2022.

Það hafa orðið nokkrar dýfur á leiðinni en að mestu leyti hefur Steam verið á nokkuð stöðugri braut upp á við þessi tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert