15 Covid-flutningar og nóg að gera

Við Covid-flutninga þurfa sjúkraflutningamenn að klæðast hlífðarfatnaði.
Við Covid-flutninga þurfa sjúkraflutningamenn að klæðast hlífðarfatnaði.

Mikill erill var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring. Sjúkrabílar voru kallaðir 150 sinnum út. Fjörutíu þessara verkefna voru forgangsverkefni og 15 vegna Covid-19. 

Þá voru slökkvibílar kallaðir út í þrígang. Í fyrsta lagi vegna reyks sem kom frá vélarrými bíls, í öðru lagi vegna gruns um eld sem reyndist þó ekki á rökum reistur og síðast en ekki síst vegna umferðarslyss á Kjalarnesi, „en þar ók bifreið á staur og þurfti að kalla til Orkuveituna til að ganga frá staurnum svo ekki stafaði hætta af vegna rafmagnsvíra sem stóðu upp í loftið,“ segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert