Þrír varnarmenn í bann vegna gulra spjalda

Brynjar Gauti Guðjónsson verður í banni þegar Fram mætir KA.
Brynjar Gauti Guðjónsson verður í banni þegar Fram mætir KA. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fimm leikmenn í Bestu deild karla í fótbolta verða í leikbanni í næsta deildarleik hjá sínu liði eftir að hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann í dag.

Varnarmennirnir Dani Hatakka úr FH, Brynjar Gauti Guðjónsson úr Fram og Ívar Örn Árnason úr KA verða allir fjarverandi vegna fjögurra gulra spjalda og þeir Hermann Þór Ragnarsson úr ÍBV og Karl Friðleifur Gunnarsson úr Víkingi taka út bann vegna rauðu spjaldanna sem þeir fengu í áttundu umferð deildarinnar.

Þá verða Alex Freyr Elísson úr Breiðabliki og Kjartan Már Kjartansson úr Stjörnunni í banni í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í næstu viku eftir að hafa fengið tvö gul spjöld hvor í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert