Vilja fjölga liðum í efstu deild

Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Kristín Guðmundsdóttir í leik HK og …
Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Kristín Guðmundsdóttir í leik HK og KA/Þórs í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksdeild HK hefur lagt fram tillögu fyrir ársþing Handknattleikssambands Íslands, sem fram fer á mánudaginn, um að liðum í úrvalsdeild kvenna verði fjölgað í tíu frá og með næsta tímabili.

Með breytingunni yrði því farið úr átta liðum í tíu og áfram leikin þreföld umferð en þetta kemur fram í þingskjölum sem birt hafa verið á heimasíðu sambandsins. Segir í greinargerð frá HK að leikmenn dreifi sér á of fá lið í úrvalsdeildinni í núverandi fyrirkomulagi.

Fáir leikmenn færa sig niður í fyrstu deildina og kjósa frekar að sitja á bekknum hjá liðum í efstu deild. Því eigi lið erfitt með að festa sig í sessi í deildinni og eiga í hættu á að missa alla sína leikmenn þegar þau falla.

Tillaga HK verður tekin fyrir á ársþingi sambandsins sem fram fer rafrænt á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert