Fótbolti

Birkir Bjarnason skoraði í tapi Brescia

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Brescia í dag.
Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Brescia í dag. Vísir/Vilhelm

Birkir Bjarnason og félagar hans heimsóttu topplið Empoli í Serie B á Ítalíu í dag. Birkir minnkaði muninn fyrir gestina í 2-1, en þeir þurftu að sætta sig við 4-2 tap.

Það tók Empoli rétt tæpar tíu mínútur að ná forystu í leiknum. Þá varð Jesse Joronen fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Aðeins sex mínútum síðar voru heimamenn búnir að tvöfalda forystuna. Nedim Bajrami kom þá boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Nicolas Haas.

Birkir Bjarnason minnkaði muninn fyrir gestina á 27. mínútu eftir undirbúning Jakob Labojko.

Á 45. mínútu náði Leo Stulac að endurheimta tveggja marka forskot heimamanna, og þar við sat þegar flautað var til hálfleiks.

Alfredo Donnarumma minnkaði í 3-2 á 72. mínútu áður en Matos gerði út um leikinn sex mínútum fyrir leikslok.

Birkir og félagar sitja enn í tíunda sæti deildarinnar með 44 stig eftir 34 leiki, n Empoli er með fimm stiga forskot á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×