Súkkulaði hækkar í verði

Súkkulaði frá Nóa Síríusi hækkaði mest í verði.
Súkkulaði frá Nóa Síríusi hækkaði mest í verði. AFP/Julien de Rosa

Verð á súkkulaði hefur hækkað á milli mánaða, en munur er á hækkunum eftir framleiðendum og verslunum. Verð á súkkulaði úr smiðju Nóa Síríusar hækkar mesta á milli mánaða, en súkkulaði úr smiðju Freyju hækkar minnst og lækkar í einhverjum tilfellum. Þá fundust engin dæmi um verðhækkanir á súkkulaði frá Omnom.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti Alþýðusambands Íslands.

Súkkulaðiplöturnar vógu þyngst

Súkkulaðiplötur frá Nóa Síríus hækkuðu mest í verði. Í Bónus hækkuðu sumar um allt að 15-25%, þrjár tegundir súkkulaðiplatna frá Nóa (hrein, hnetu&rúsínu og karamellu&salt)  hækkuðu um 19% í Krónunni.

Lindu mjólkursúkkulaðiplata frá Góu hækkaði um 12% í Krónunni og Lindu suðusúkkulaði um 10%.

Verð á vörum frá Freyju stóð í stað eða hækkaði að meðaltali um minna en 0,25% í Bónus, Krónunni, Fjarðarkaupum, Heimkaupum, Hagkaup, Extra og 10-11. Það lækkaði í Nettó, Kjörbúðinni, Iceland og Krambúðinni, segir í tilkynningunni.

Engin dæmi fundust um verðhækkanir á Omnom súkkulaði, en ASÍ skoðaði 28 verð í sex verslunum. 

Sjö þúsund stakar verðmælingar 

Að baki könnunarinnar liggja um sjö þúsund stakar verðmælingar, þar af tæpar þrjú þúsund á vörum frá Nóa Síríus, Góu-Lindu og Freyju.

Könnunin var framkvæmd í ellefu verslunum: Iceland, 10-11, Extra, Krambúðinni, Kjörbúðinni, Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup, Heimkaup og Hagkaup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert