17. maí 2024 kl. 11:50
Innlendar fréttir
Stjórnmál
Kynna aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í Grindavík
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar um málefni Grindavíkur klukkan 14:30 í dag. Þar verða meðal annars kynntar tillögur til stuðnings fyrirtækjum í Grindavík.
Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum fyrr í þessum mánuði og var málið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fyrirtækjum í Grindavík hefur staðið til boða að sækja um rekstar- og launastuðning en þær aðgerðir eru tímabundnar og eiga að renna út í sumar.
Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að á fundinum verði forsætisráðherra, matvælaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.
Fylgst verður með fundinum á ruv.is.