Segir stjórnvöld kasta frá sér færi

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ljósmynd/Aðsend

Félag atvinnurekenda segir stjórnvöld hafa kastað frá sér tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland. 

Greint var frá því á föstudaginn að nýir fríverslunarsamningar á milli Bretlands og Íslands væru í höfn.

Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að ljóst sé að bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríverslun með búvörur.

Þau buðu umtalsverða aukningu á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál íslenskra mjólkurbænda og -framleiðenda, enda hefði kvótinn nýst nýrri skyrverksmiðju Íseyjar skyr í Wales og hefði verið hægt að framleiða skyrið úr íslensku hráefni,“ er haft eftir Ólafi á vef FA. 

Í samtali við mbl.is segist Ólafur hafa öruggar heimildir fyrir þessu.

Tuttugufaldur tollkvóti

„Það sem lá fyrir eftir að bráðabirgðasamningurinn var gerður er að Bretland var að veita Íslandi meira en tuttugufaldan tollkvóta miðað við það sem það var að fá hér. Samkvæmt því sem við höfum orðið áskynja voru Bretar til í að útvíkka þessi tollfrjálsu viðskipti enn frekar,“ segir Ólafur. 

Bráðabirgðasamningar hafa gilt um verslun á milli Bretlands og Íslands frá árinu 2019. 

Hann segir að þyngst hafi vegið þar tilboð í tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir undarennuduft sem hefði nýst íslenskum aðilum úti í Bretlandi. 

„En menn virðast hafa litið svo á að krafa yrði gerð um aukna tollkvóta hér á móti að þá yrði þetta tilboð einfaldlega ekki aðgengilegt. Við furðum okkur að sjálfsögðu verulega á því,“ segir Ólafur.

Hann segir þetta er líklegast besta dæmið sem við höfum séð um gagnkvæman hag af tollfrjálsri verslun.

Ólafur kveðst hafa áhyggjur af því að látið verði undan þrýstingi að Ísland að segi upp tollasamningi við Evrópusambandið og að „bakkað verði út úr þeim tollfrjálsu viðskiptum sem þar var samið um“. Tollasamningar við Breta hafa verið til viðbótar við þá tolla sem Ísland hefur samið um við ESB frá útgöngu Breta. 

Ólafur segir að FA hafi ekki verið álitsgjafi eða með í ráðum varðandi gerð nýrra samninga og hnýtir í að Bændasamtökunum hafi verið boðið á fund eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í fyrradag á vef samtakanna. 

Fengi FA að ráða yrði tollkvóti á ostum og nautakjöti frá Bretlandi aukinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK