Söngvakeppni Rúv frestað um eina viku

Söngvakeppni Ríkisútvarpsins hefur verið frestað um eina viku.
Söngvakeppni Ríkisútvarpsins hefur verið frestað um eina viku. AFP

Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við sóttvarnaryfirvöld. Með frestuninni vonast forsvarsfólk keppninnar eftir því að líkurnar aukist á að framkvæmd hennar verði eins og best er á kosið og þar að auki að áhorfendur í sal fái að njóta hennar.

„Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun, við gerum okkur grein fyrir því að þetta snertir mjög marga, starfsmenn og keppendur,” segir Rúnar Freyr framkvæmdastjóri keppninnar, en um 200 manns koma að framkvæmd hennar.

„En við teljum til mikils að vinna. Með þessu vonumst við eftir því að keppnin geti farið fram með eðlilegum hætti, með áhorfendum í sal. Þessir viðburðir hafa verið mjög vinsælir síðastliðin ár, uppselt hefur verið á flestar keppnir og það hefur gert mikið fyrir áhorfendur bæði heima og á staðnum. Eins og allir vita er ekki á vísan að róa í þessum málum frekar en öðrum, en við vonum það besta. Í þessu ástandi getur auðvitað allt gerst, en við stefnum ótrauð áfram og hreinlega ætlum að færa landsmönnum þessa gleðisprengju sem keppnin er.“

Rúnar Freyr segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að tryggja öryggi bæði áhorfenda og keppenda. „Örvunarbólusetningar fullorðinna og bólusetningar barna eru nú í fullum gangi og hver dagur skiptir máli. Við fylgjum ströngustu kröfum um sóttvarnir á æfingum og upptökum þessa dagana til að minnka áhættuna á smitum og dreifingu þeirra.“

Dagskrá Söngvakeppninnar 2022:

26. febrúar: Fyrri undanúrslit

5. mars: Seinni undanúrslit

11. mars: Fjölskyldusýning (dómararennsli)

12. mars: Úrslitakvöld

Rúnar Freyr segir að í raun hefði verið ákjósanlegast að fresta keppninni enn frekar til að auka líkurnar á að keppnin færi fram án truflana vegna sóttvarnartakmarkana og annarra neikvæðra afleiðinga Covid-faraldursins en það gangi því miður ekki sökum þess að allra síðasti skilafrestur framlaga til Eurovision-keppninnar er og verður að vera 13. mars og sá frestur verði ekki framlengdur.

„Við höfum mætt miklum skilningi hjá því frábæra fólki sem að framkvæmd keppninnar koma og ekki síður keppendum sjálfum sem eru allir einhuga um að gera keppnina eins flotta og hægt er. Við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“

10 lög keppa í keppninni í ár og er undirbúningur í fullum gangi. Höfundar hafa skilað inn upptökum af lögunum og æfingar á atriðunum eru hafnar. Lögin, höfundar og flytjendur verða opinberuð í sérstökum sjónvarpsþætti á RÚV, Lögin í Söngvakeppninni, laugardaginn 5. febrúar og gefin út á helstu tónlistarveitum í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson