Á von á minnisblaði um aðgerðir innanlands í dag

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist eiga von á minnisblaði í dag frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um breytingar á sóttvarnareglum innanlands. Þetta sagði hún á Sprengisandi á Bylgjunni nú fyrir hádegi. 

Svandís segir að undanfarið hafi verið reynt að herða aðgerðir á landamærum til þess að hægt sé að losa um aðgerðirnar innanlands. 

Hún segir einnig að bólusetningu hér á landi geti verið lokið um mánaðamótin júní-júlí. Afhendingaráætlun liggi fyrir út marsmánuð, eftir standi þau fyrirheit sem lyfjaframleiðendur hafa gefið um hvenær megi vænta þeirra bóluefna sem Ísland hefur keypt. Svandís segir gefa auga leið að þegar búið er að bólusetja viðkvæmustu hópana megi losa um innanlands. 

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert